Ísland - Hér búum við
28 Stöðuvatn er vatn með land allt í kring. Oft tengjast þau ám og lækjum þar sem vatn rennur í þau og úr þeim. Vötn Fjölda stöðuvatna er að finna um allt land, stór og smá. Oftast renna ár og lækir í þau og úr þeim og stundum er vatnsflæðið neðanjarðar þar sem við sjáum ekki. Vötn urðu til með ýmsu móti. Langflest hafa orðið til vegna eldsumbrota eða að jöklar hafa komið mikið við sögu í myndun þeirra. Öll vötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatns- flöt. Sum vötn myndast þar sem t.d. hraun heftir vatnsrennsli á yfirborði. Langflest íslensk stöðuvötn eru í djúpumdölum eða dældum. Dæld- irnar hafa myndast þegar ísaldar- jökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni. Sem dæmi má nefna Skorradalsvatn. Sum vötn hefur maðurinn átt þátt í að mynda annaðhvort frá grunni eða þá breytt vötnum sem fyrir voru á einhvern hátt, eins og Þórisvatn. Þingvallavatn Kerið Frostastaðavatn Skorradalsvatn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=