Ísland - Hér búum við

24 Roföfl kallast þeir kraftar sem brjóta land niður og flytja efnið annað. Rof Eldvirkni er mikil á Íslandi en samt stækkar landið ekki ár frá ári. Landið er nefnilega líka molað og brotið niður. Þeir kraftar sem það gera flytja efnið smám saman annað. Þessi flutningur efnis í náttúrunni frá einum stað Sjór Þegar þungar öldur af hafi skella á landi brjóta þær það smám saman niður og flytja í hafdjúpin. Í hraunum eru sprungur og holrými sem auðvelda afli öldunnar að brjóta niður landið. Jöklar Eftir að ísöldin gekk í garð tóku jöklar til við að brjóta niður landið. Þegar jöklar skríða fram taka þeir með sér alla bergmylsnu sem á vegi þeirra verður. Þeir haga sér líkt og jarðýtur en eru þó margfalt öflugri. Á ferð sinni skrapa jöklar landið stöðugt. Áhrifin koma þó ekki í ljós fyrr en jökullinn bráðnar. til annars kallast rof. Helstu roföflin eru öldur sjávar þegar þær skella á landinu, jöklar, ár og vindar. Maðurinn mótar og breytir landinu líka mikið t.d. þegar reistir eru bæir og borgir og vegir lagðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=