Ísland - Hér búum við

23 Ís yfir öllu Áður en síðasta ísöld hófst fyrir um 3 milljónum ára var mun hlýrra á Íslandi en er í dag. Þetta má sjá af steingervingum sem eru leifar af plöntum og dýrum sem finnast í gömlum jarðlögum. Þá var á Íslandi vínviður og risafura og margar aðrar lífverur sem gætu alls ekki lifað í þeirri veðráttu sem er á Íslandi í dag. En svo kólnaði mjög í veðri og jöklar urðu til á hæstu fjöllum. Þeir voru litlir til að byrja með en stækkuðu þegar kuldinn jókst. Að lokum runnu þeir saman í einn risavaxinn jökul sem huldi næstum allt landið. Á ísöldinni var ekki bara einn fimbulvetur heldur skiptust á hlýskeið og kuldaskeið. Á kuldaskeiðum lá jökull yfir öllu landinu. Þá ruddist hann fram, skrapaði og skóf landið á leið sinni frá hábungu jökulsins langt út á landgrunnið . Þannig gjör- breytti jökullinn landslaginu, gróf dali og firði og mótaði landið. Síðasta kuldaskeiði lauk fyrir um 10.000 árum og tóku jöklar þá að bráðna. Ísöld er tímabil í jarðsögunni þegar jöklar þöktu stóran hluta jarðar. Steingervingar eru leifar af plöntum og dýrum sem finnast í gömlum jarðlögum. Fimbulvetur er mjög harður og langur vetur. Gos undir jökli Mörg fjöll á landinu urðu til þegar jökull lá yfir því. Þegar eldgos verða á landi þar sem enginn jökull er renna gosefni frá eldstöðinni. En þegar eldgos verður undir jökli hlaðast gosefni upp. Við eldgos í jökli bráðnar ísinn mjög hratt. Vatnið sem bráðnar brýst fram undan jöklinum og verða þá mikil jökulhlaup þar sem bráðið vatnið brýtur sér leið allt til sjávar. Landgrunn er sjórinn út frá ströndum landa að 200 m dýpi. Jökulhlaup er snöggt vatnsflóð sem ryðst fram undan jökli. Útbreiðsla ísaldarjökulsins fyrir um 20 þúsund árum. Útbreiðsla ísaldarjökulsins fyrir um 10 þúsund árum. Þegar gos kemur upp úr jökli rennur hraun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=