Ísland - Hér búum við

22 Jarðskjálftar Á gosbeltunum eru ekki einungis eldgos. Þar verða líka jarðskjálftar. Þegar jarðskorpuflekarnir færast til myndast smám saman spenna á mörkum flekanna. Að lokum kemur að því að jarðskorpan lætur undan, brotnar og jarðskjálfti verður. Stundum verða líka eldgos. Jarðhiti Við gosbeltin er mikill jarðhiti og eru víða heitir hverir sem þarf að passa sig á. Sums staðar er hægt að dæla upp heitu vatni. Það er notað til að hita hús og sundlaugar. Á Íslandi má finna mörg örnefni sem tengjast jarðhitanum eins og Hveragerði, Hveravellir, Reykjavík og Reykholt og nöfn margra staða byrja á Reyk. Reykurinn var gufan sem steig upp frá jarðhitanum. Þvottalaugar í Laugardal Í Laugardal í Reykjavík voru heitar laugar sem konur notuðu til að þvo þvotta allt fram undir 1930. Í þá daga voru það eingöngu konur sem þvoðu þvottana. Þá var Laugardalurinn langt frá byggðinni og þurftu þær að ganga langa leið með þvottinn. Þessi leið eða vegur fékk nafnið Laugavegur. Í Laugardalnum í Reykjvík er enn hægt að sjá hvar konurnar þvoðu þvottana. Kröflustöð nýtir jarðhita til rafmagnsframleiðslu. Jarðskjálftar geta farið illa með hús og önnur mannvirki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=