Ísland - Hér búum við

21 Jarðskorpufleki er hluti af ystu skurn jarðarinnar. Eins og bitar í risastóru púsluspili. Stærstu flekarnir 7 þekja um 9/10 hluta jarðskorpunnar. Bergkvika er bráðin kvika sem kemur úr iðrum jarðar og storknar á yfirborði jarðar. Heitur reitur kallast sá staður á jörðinni þar sem eldvirkni er meiri en annars staðar. Heitir reitir á jörðinni eru um 20-30 talsins. Eldgos Eldgos verða í gosbeltunum sem liggja yfir landið og þar bætist ofan á landið. Því er yngsta berg landsins í miðjunni. Bergið eldist síðan því lengra sem það er frá miðjunni, bæði til austurs og vesturs. Elsta bergið á Íslandi er við Súgandafjörð á Vestfjörðum og er um 16 milljón ára gamalt. Risaeðlurnar voru löngu útdauðar þegar Ísland byrjaði að myndast. Á Íslandi eru eldgos algeng. Það gýs á nokkurra ára fresti. Frá því að land byggð- ist hafa orðið yfir 200 eldgos á Íslandi. Staðurinn þar sem eldgos verður nefnist eldstöð og gosefnin sem koma upp á yfir- borð í eldgosum, hraun og aska. Hraun og aska kallast einu nafni gjóska.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=