Ísland - Hér búum við

20 Eftir miðju Atlantshafinu endi- löngu liggur neðansjávarhryggur. Hann er kallaður Mið-Atlantshafs- hryggur. Hryggurinn er á fleka- mótum jarðskorpufleka sem reka hvor frá öðrum. Á hryggnum eru oft eldgos og jarðskjálftar. Sums staðar verða eldgos það oft að eyjar myndast. Ísland er langstærst þessara eyja. En óvíða á jörðinni kemur upp meiri kvika til yfir- borðsins en á Íslandi. Í þessum kafla lærir þú um • hvernig Ísland varð til • hvað eru jarðskorpuflekar • eldgos og jarðskjálfta • ísöld og landmótun • landslag á landi og í sjó • ár, vötn, fjöll og jökla • umhverfisvernd Myndun og mótun Íslands Eldfjallaeyjan Ísland Inni í jörðinni er eldglóandi kvika. Á Íslandi kemur hún oftar upp á yfirborðið en annars staðar. Það er vegna þess að undir Íslandi er heitur reitur sem þýðir að þar er mikill jarðhiti og eldgos eru tíð. Ísland myndaðist í mörgum stórum eldgosum á löngum tíma og er það enn að mótast. Segja má að eldvirka svæðið kljúfi landið í tvennt og myndi einskonar gosbelti. Landið færist þannig til beggja átta eins og sést á kortinu. Gosbeltin og rekstefnan frá þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=