Ísland - Hér búum við

18 Fjórar árstíðir Vegna þess hversu norðarlega Ísland er á jörð- inni er mikill munur á birtunni eftir árstíðum. Því stýrir sólarhæð yfir landinu og möndulhalli jarðar. Á Íslandi eru fjórar árstíðir, vor, sumar, haust og vetur. Vor Þó sólin sé farin að hækka á lofti getur verið svalt á vorin. Kalt og þurrt loft berst oft úr norðri og stundum er stutt í hafísinn norður af landinu. Á skjólsælum stað getur því verið sæmilega hlýtt á daginn en kalt á nóttinni. Dægursveifla hitans er að jafnaði meiri á vorin en á öðrum árstíma. Sumar Á sumrin er bjart og fallegt á Íslandi. Þá er sólin hæst á lofti og mestu hlýindin yfir landinu. Þá ræður vindáttin yfirleitt hvar á landinu veðrið verður gott. Þegar vindur blæs að sunnan og sunnanátt er ríkjandi er veðrið yfirleitt best á Norðurlandi. Þegar hins vegar vindur blæs úr norðri af hafi er yfirleitt svalt og rakt fyrir norðan en hlýtt og sólríkt á Suðurlandi. Dægursveifla er mismunurinn á mesta og minnsta hita sólarhrings. Dægur er hálfur sólarhringur, hvort sem er dagur eða nótt. Jafndægur er þegar dagur og nótt eru jafn löng, 12 og 12 klukkustundir. Vor Vetur Haust Sumar Jafndægur að vori 19.-21. mars Sumar- sólstöður 20.-22. júní Vetrar- sólstöður 20.-23. des. Jafndægur að hausti 21.-24. sept. Sólstöður og jafndægur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=