Ísland - Hér búum við

17 Veður og loftslag Loftslag, veðurfar eða veðrátta segir til um hvernig veðrið er í mislangan tíma. Veður er það sem gerist í neðsta hluta lofthjúpsins umhverfis jörðina. Það mótast af hitastigi, vindum, skýjum, úrkomu eða jafnvel þrumum og eldingum. Helstu þættir sem hafa áhrif á veðurfar á Íslandi eru lega landsins, hafstraumar, hafís, loftstraumar og landslag. Ísland er eyja og veðurfar til lengri tíma því svipað um allt land. Sjórinn allt í kringum landið hefur temprandi áhrif á loftslagið. Á veturna er hér hlýrra en á sumrin kaldara en á svipuðum breiddar- gráðum beggja vegna Atlantshafsins. Hlýir hafstraumar streyma að landinu að sunnan- verðu en kaldir að norðanverðu. Stundum flytur kaldi hafstraumurinn með sér hafís frá Grænlandi. Það hefur mikil áhrif á veðurfar á Íslandi. Loftstraumar bera hlýjan eða kaldan vind yfir landið og að lokum hefur landslag mikil áhrif á veðurfar, t.d. há fjöll. Lofthjúpur er örþunnur hjúpur umhverfis jörðina sem geymir loftið. Yfir Íslandi er lofthjúpurinn um 10 km þykkur. Sama breiddargráða frá miðbaug myndar hring umhverfis jörðina sem kallast breiddarbaugar. Hvað er vindur? Lárétt hreyfing andrúmslofts er jafnan kölluð vindur. Venja er að nefna lóðrétta hreyfingu loftsins uppstreymi eða niðurstreymi. Hvað eru ský? Skýin sem við sjáum á himninum eru safn örsmárra vatnsdropa. Þau myndast þegar vatnsgufa í andrúms- loftinu kólnar. Við það þéttist gufan og skýin verða til. Loftstraumar eru vindar í lofthjúpnum. Gróðurhúsalofttegund er lofttegund sem veldur hlýnun. Sjávarmál er þar sem sjórinn kemur að landi. Loftslagsbreytingar Undanfarna áratugi hafa verið miklar breyt- ingar á loftslagi í heiminum. Hitinn á jörðinni hefur hækkað vegna aukinnar losunar gróður- húsalofttegunda sem veldur því að jöklar bráðna, yfirborð hafanna hækkar og veðurfar breytist. Hlýnun jarðar getur haft mikil áhrif á líf okkar en ekki síður á líf dýra bæði í sjó og á landi. Með hækkuðu sjávarmáli eykst flóðahætta í viðkvæmum heimkynnum dýra, einnig gætu straumar, sýrustig og selta í höfunum breyst sem hefði mjög neikvæð áhrif á lífríkið. Af hverju kemur þoka? Þoka er einskonar ský sem liggur yfir jörðinni. Þoka er safn ósýnilegra vatnsdropa sem eru miklu minni en regndropar. Gróðurhúsalofttegundir safnast fyrir í lofthjúpnum og stuðla að meiri hita við yfirborð jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=