Ísland - Hér búum við
16 Þegar talað er um náttúru Íslands er átt við marga þætti. Stundum er talað um veður og loftslag eða hvernig landið lítur út, fjöll, jökla, ár og vötn, eða hvernig það varð til í eldgosum. Einnig er gróðurfar hluti af náttúrunni, mosar, grös, blóm og skógar svo og dýrin sem lifa villt í náttúrunni. Það sem gott er að hafa í huga þegar náttúra Íslands er skoðuð er einangrun eyjarinnar frá því hún fór að myndast, úti í miðju Atlantshafi. Fjarlægðin frá öðrum löndum hefur haft mikil áhrif á það hvernig gróður og dýralíf þróaðist í landinu. Náttúra Íslands Í þessum kafla lærir þú um • veðrið á Íslandi og árstíðirnar fjórar • hvað mótar landið • helstu vötn, ár og jökla landsins Af hverju rignir? Þegar rakt loft mætir fjalli stígur það og kólnar og rakinn þéttist. Þetta á sér í lagi við um fjöll á sunnanverðu Íslandi enda er rigning þar mest á landinu. Af hverju snjóar? Það snjóar þegar kalt er í veðri. Til að snjór verði til í háloftunum þarf annars vegar kulda og hins vegar raka. Hitastig niðri við jörð skiptir einnig máli. Úrkoma myndast þegar rakinn í skýjunum þéttist. Þegar neðar dregur fer það eftir hitastigi hvort úrkoman fellur sem rigning, slydda eða snjór. Hjálparfoss
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=