Ísland - Hér búum við

13 Staðreyndir um Ísland Ísland er eitt ríkasta land heims. Það þýðir þó ekki að allir eigi mikla peninga. Það sem gerir Ísland að ríku landi er t.d. að • gamlir og veikir fá umönnun • öll íslensk börn fá tækifæri á að ganga í skóla • við höfum nokkuð góða vegi um allt land • fólk býr í upphituðum húsum, hefur rafmagn og hreint vatn • langflestir fá tækifæri á atvinnu • Ísland er ríkt af náttúruauðlindum t.d. fiski í sjónum og orku í jarðhita og jökulám Hæ hó jibbí jei Þjóðhátíðardagur Íslendinga er 17. júní. Þá flöggum við íslenska fánanum. Á íslenska fánanum táknar blái liturinn fjallablámann, sá hvíti ísinn og rauði liturinn eldinn í iðrum jarðar. Þjóðsöngur Íslendinga heitir Lofsöngur. Ljóðið samdi Matthías Jochumsson en Sveinbjörn Sveinbjörnsson lagið. Stjórnun landsins Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Ísland er líka lýðræðisríki. Á fjögurra ára fresti kýs fólkið í landinu sér fulltrúa til að stjórna því. Fulltrúarnir kallast þingmenn og starfa á Alþingi. Æðsti embættismaður landsins er forseti sem er líka kosinn á fjögurra ára fresti. Gammur er fugl. Landvættirnir Öll ríki eiga sér ákveðin tákn. Tákn Íslands er skjaldar- merkið. Á skjaldarmerkinu má sjá fjórar skepnur bera skjöld. Þetta eru landvættirnir sem hver stóð vörð um sinn landshluta. Í fornri bók, Heimskringlu eftir Snorra Sturlu- son, segir frá manni í hvalslíki sem synti til Íslands. Á ferð sinni kringum landið rakst hann á furðuverur sem gættu sinna lands- hluta. Griðungur sem er annað orð yfir naut var á Vesturlandi. Gammurinn réð ríkjum á Norðurlandi. Hann var svo stór að vængirnir náðu á milli fjalla. Á Austfjörðum réð drekinn ríkjum og bergrisinn á Suðurlandi. Á skjaldar- merkinu standa landvættirnir á helluhrauni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=