Ísland - Hér búum við

12 Tungumál Íslenska er opinbert tungumál á Íslandi og er skyld hinum norrænu málunum, dönsku, sænsku, norsku og færeysku. Íslenska tungumálið okkar er einstakt af því að svo fáir tala það. Þó að íslenska sé langmest talaða tungumálið á Íslandi tala landsmenn fjölmörg önnur tungumál. Við búum á Íslandi Landsmenn Langflestir íbúar Íslands búa við sjávar- síðuna. Allt frá því að land byggðist fann fólk mat í og við sjóinn. Þá voru bátar og skip líka notuð til að ferðast og flytja vörur á milli staða. Þar sem vörur komu á land urðu til verslunarstaðir. Þar gátu bændur og útgerðarmenn selt vörur sínar og keypt innfluttar vörur í staðinn. Í sveitum landsins bjó líka fjöldi fólks enda Ísland landbúnaðarsamfélag í aldir. Þegar á hálendið var komið var harðbýlt vegna gróðurleysis og kulda. Í þessum kafla lærir þú um sérstöðu Íslands • íbúa landsins, tungumál, stjórnun og fána • hvernig íbúarnir dreifast um landið • af hverju talað er um Ísland sem ríkt land • að hægt er að skipta landinu upp á margan hátt • hvað er þéttbýli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=