Ísland - Hér búum við
11 Ísland á korti Ísland liggur í Norður-Atlantshafi milli Grænlands og Norður- Evrópu. Á heimskorti sjáum við að Ísland er norðarlega á hnettinum. Um miðjan hnöttinn eða heimskortið er lína sem kallast miðbaugur. Hann skiptir jörðinni í tvo hluta, norðurhvel og suðurhvel. Ísland liggur á norðurhveli jarðar. 1. Ísland er á norðurhveli jarðar, í Evrópu. Í norðurhluta Evrópu eru Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Þau kallast Norðurlönd. 1 2 3 2. Á kortinu má sjá fimm Norðurlönd og höfuðborgir þeirra. 3. Á þessu korti er Ísland orðið enn stærra og sjást því enn fleiri örnefni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=