Ísland - Hér búum við

10 Litir og tákn á kortum Tákn Þegar kort er búið til er ekki hægt að hafa öll hús eða öll tré þar með. Því eru búin til sérstök tákn sem eiga að auðvelda þeim sem les kortið að skilja þau. Oft eru þétt- býlisstaðir merktir með rauðum eða gráum hringjum. Vegur er lína, kirkja er lítill kross, flugvöllur er merktur með flugvél og viti með stjörnu. Hæð Hæð lands yfir sjó er ýmist sýnd með hæðar- línum, ólíkum litum eða skyggingum. Á kortum sem sýna lítil svæði eru oft hæðar- línur sem dregnar eru eftir stöðum sem eru í sömu hæð. Þegar hæðarlínur liggja þétt saman er landið bratt. Litir Litir skipta einnig miklu máli við korta- lestur. Blár litur er notaður til að sýna vötn, ár og sjó. Hvítur og ljósblár litur á að sýna jökla. Vegir eru oft í ólíkum litum eftir gerð þeirra. Rauðir vegir sýna bundið slitlag , brúnir sýna malarvegi og gulir vegir með brotalínum eiga að sýna fáfarna vegslóða. Bundið slitlag er yfirborð vegar, t.d. malbik eða steinsteypa. Skoðaðu kortaskýringarnar vel og athugaðu hvort þær hjálpi þér að átta þig betur á kortinu. Hvað eru margar kirkjur á kortinu? En vitar? Á kortum sem sýna stór landsvæði eru notaðir ólíkir litir eftir hæðum. Oft grænt fyrir gróið land og brúnt fyrir lítt gróið. Þannig má því átta sig á landslaginu með því að skoða litina á kortinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=