Ísland - Hér búum við

9 Ferðakort Á þessu korti jafngildir 1 cm = 1000 m í raunveruleikanum. Gott er að nota það til að ferðast og sjá hvert skal halda. Þar má sjá vegi og örnefni . Þéttbýliskort Á þessu korti má sjá íbúaþéttleika, þ.e. hvernig íbúarnir dreifast um landið. Á dekkstu svæðunum búa flestir en á ljósu svæðunum fæstir. Veðurkort Á þessu veðurkorti má auðveld- lega átta sig á hvernig veður var daginn sem kortið var gert. Þar má sjá hitastig, úr hvaða átt vindurinn blés og á hvaða hraða. Á því má líka sjá hvernig skýjahulan var. Örnefni er heiti á einhverjum stað. Grynningar eru þar sem sjór er grunnur. Íbúaþéttleiki er fjöldi íbúa á ferkílómetra. Sjókort Þetta er sjókort. Á þessu korti jafngildir 1 cm = 100.000 m í raunveruleikanum. Sjókort nota þeir sem sigla bátum. Þar er hægt að sjá dýpi, grynningar , vita og siglingaleiðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=