Ísland - Hér búum við
íslanD Hér búum við Kennslubók þessi í landafræði er einkumætluð nemendum á miðstigi í grunnskóla. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um kort og kortalestur, náttúru Íslands, náttúruauðlindir, atvinnulíf og umhverfi. Í öðrum hluta bókarinnar hefur landinu verið skipt upp og er rætt sérstaklega um hvern landshluta fyrir sig: Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og hálendið. Í hverjum landshlutakafla er fjallað um sérkenni náttúru, mannlíf, atvinnulíf og samgöngur, auk þess sem valdir staðir eru skoðaðir. Köflunum fylgja líka falleg kort svo auðveldara sé að átta sig á ýmsum staðreyndum. Í þriðja hluta bókarinnar er örstutt umfjöllun um heimabyggðina. Þar er sjónum beint að nærumhverfi nemenda. Ítarlegar er unnið með þann hluta í verkefnabók sem fylgir kennslubókinni. Bókinni fylgir einnig hljóðbók og kennsluleiðbeiningar. Höfundur bókarinnar er Hilmar Egill Sveinbjörnsson landfræðingur og kennari. 40135
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=