Ísland - Hér búum við

8 Mælikvarði Ólík kort Til eru margar tegundir af kortum sem sýna ólíka hluti. Á myndunum sérðu kort sem sýna okkur ólík viðfangsefni og eru notuð á ýmsan hátt. Kort eru prentuð á pappír eða stafræn. Stafræn kort er hægt að skoða á skjá, stækka og minnka eins og maður vill en þá breytist líka mælikvarðinn. Finndu korta-app í snjall- tæki eða tölvu, t.d. Google maps. Prófaðu að stækka og minnka kortið og sjáðu hvaða upplýsingar birtast, taktu eftir mælikvarðanum. Kortum fylgir alltaf mælikvarði. Á korti getur t.d. verið 1 cm á milli tveggja staða en í raunveruleikanum eru það 100 metrar. Þetta sjáum við þegar við lítum á mælikvarðann sem fylgir kortinu. Mælikvarði er lína með tölum sem er fyrir neðan eða til hliðar við kort. Með aðstoð mælikvarða er hægt að átta sig á raunverulegum fjarlægðum á milli staða. Mælikvarðinn á þessu korti segir okkur að ein rúða á kortinu sé 100 metrar í raunveruleikanum. Hvað er um það bil langt frá bílastæðinu að vitanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=