Íslam - Að lúta að vilja guðs

1 ÍSLAM OG MÚSLIMAR Í bókinni lærir þú um trúarbrögð sem heita íslam en fimmta hvert mannsbarn í heiminum játar þá trú. Í bókinni er ævi Múhameðs rakin og greint frá því hvernig þessi munaðarlausi drengur breytti mannkynssögunni og kom á friði á Arabíuskaga. Múslimar segja að íslam hafi alltaf verið til. Guð hafi sent boð­ bera eins og Abraham, Móse og Jesú Krist en mannkynið hafi villst af leið og gleymt því semGuð opinberaði þessum boðberum. Þess vegna hafi Guð þurft að senda nýjan spámann, Múhameð, til að leiða mannkynið aftur á rétta braut. Gyðingar og arabar eiga sameiginlegan uppruna. Í Biblíunni er sagt frá Abraham sem átti tvo syni. Annar hét Ísmael og hinn Ísak. Það er gömul trú manna að arabar séu afkomendur Ísmaels og gyðingar afkomendur Ísaks. Þessar tvær ættkvíslir eiga því sama ættföður, Abraham. Skyldleikann má einnig sjá af því að tungu­ mál þeirra, hebreska og arabíska, eru mjög skyld. 7 Í S L A M Abraham og Lot bróðir hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=