Íslam - Að lúta að vilja guðs

Það var flókið og erfitt að stjórna hinu íslamska heimsveldi mið­ alda og því þurftu múslimar á vísindalegri þekkingu að halda. Þeir öfluðu sér hennar frá Grikkjum, gyðingum, kristnum mönn­ um, Indverjum, Persum og Kínverjum. Úr þessari blöndu varð til íslömsk menning og vísindi sem áttu eftir að hafa mikil áhrif í Evrópu. Þau áhrif náðu meira að segja til Íslands. Mörg tökuorð sem notuð eru í daglegu máli eru t.d. komin úr arabísku og pers­ nesku. Orðið algebra er gott dæmi en það er komið af arabíska orðinu ,,al gebr“ sem þýðir að binda saman. Dæmi um önnur orð eru alkóhól, karat, múmía og sykur. En við fengum ekki aðeins ný orð og hugtök frá múslimum heldur eru merkar uppgötvanir einnig frá þeim komnar. Þeir fengu jafnframt uppgötvanir að láni frá öðrum þjóðum og þró­ uðu sumar þeirra. Evrópubúar lærðu svo mikið af múslimum að í raun má segja að flestar tæknilegar framfarir á árunum 600 til 1500 hafi orðið fyrir áhrif þeirra. Hver hefði trúað því fyrir komu Múhameðs að hirðingjar á Arabíuskaga myndu ná svo langt í vísindum og hafa svo víðtæk áhrif? Af þessum sökum eru þeir til sem telja Múhameð áhrifamestu persónu mannkynssögunnar. Múslimar benda hins vegar á að það hafi ekki verið Múhameð að þakka að þeir náðu svo langt, heldur séu þetta verk Guðs, því Múhameð sé aðeins boðberi hans. Fróðleikur 36 Í S L A M Byggingarlist múslima var glæsileg og hafa þeir reist margar fegurstu byggingar heims. Þeirra frægastar eru líklega Klettamoskan í Jerúsalem og grafhýsið Taj Mahal í Indlandi. Ríkur fursti reisti það yfir eiginkonu sína sem hann elskaði heitt. Ávísanir eru íslömsk uppfinning. Þar sem múslimar þurftu oft að ferðast yfir mikið landsvæði var erfitt að burðast með peninga langar leiðir. Þeir fengu þá snilld­ arhugmynd að í stað peninga mætti skrifa ávísun sem handhafi gæti leyst út. Það var auðveldara að ferðast með ávísun en fullan poka af peningum og mun örugg­ ara, ef maður var rændur á leiðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=