Íslam - Að lúta að vilja guðs
Múslimar á Íslandi Töluverður fjöldi múslima býr hér á landi. Þeir hafa með sér félag, koma saman á helgidögum og fara með bænir daglega. Þetta á sérstaklega við föstu daginn sem er hvíldardagur múslima. Á ,,ramadan“ hittast þeir daglega og svo halda þeir auðvitað upp á föstuendahátíðina og fórnar hátíðina. Þá langar til að byggja mosku á Íslandi. En hvernig ætli það sé að vera múslimi þar sem flestir eru kristnir? Sumir verða fyrir stríðni þegar þeir fara með skyldu bænir sínar fimm sinnum á dag og það getur verið erfitt. Fastan vekur einnig mikla athygli. Sumir hneykslast og telja hana hættulega. Múslimar á Íslandi eru ekki aðeins útlendingar sem flust hafa til landsins. Íslendingar hafa einnig gengið íslam á hönd. Móðir Yousef Inga Tamimi gerðist t.d. múslimi eftir að hún giftist manni frá Palestínu. Yousef Ingi er 13 ára og býr í Reykjavík. Hann er múslimi eins og foreldrar hans. Uppáhalds hátíð Yousefs Inga er ramadan og þá sérstaklega föstuenda hátíðin. Hann byrjaði að fasta þegar hann var tíu ára gamall. Fyrst fannst honum það erfitt en nú er hann orðinn vanur því. Hann hlakkar til að fara í pílagrímsferð og vonast til að geta farið innan árs. Honum er stundum strítt vegna trúar sinnar, aðallega þegar hryðjuverk eru framin. Yousef Ingi segir að það séu til öfga hópar í öllum trúarbrögðum og þótt einhver hryðjuverkahópur sé á móti Bandaríkjunum þá eigi það ekki við um hann. Honum finnst að við verðum að læra að virða trú annarra. Annars segir hann það auðvelt að vera múslimi á Íslandi. Vinir hans spá til dæmis lítið í það en koma honum þó til hjálpar ef honum er strítt, til dæmis vegna föstunnar. 35 Í S L A M Yousef Ingi og fjölskylda halda föstuendahátíð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=