Íslam - Að lúta að vilja guðs

Nafna- og greftrunarsiðir í íslam Í flestum trúarbrögðum eru ákveðnir siðir sem tengjast fæðingu barns, unglingsárum og greftrun látinna. Í íslam er ekki skírn eins og í kristinni trú en um leið og barnið fæðist er það þvegið og bæn hvíslað í eyra þess. Þá er hunang eða sykur settur á tunguna sem hamingjuósk. Nafnahátíð er síðan haldin þegar barnið er sjö daga gamalt en þá fær það íslamskt nafn. Höfuð barnsins er rakað og fátækum gefin þyngd hársins í silfri. Strákar eru umskornir á þessum degi, rétt eins og tíðkast á meðal gyðinga. Algengasta nafn í íslam er Múhameð. Útförin er einnig frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þegar múslimi deyr er líkami hans þveginn vel og síðan vafinn í hvítt klæði. Útförin fer síðan fram eins fljótt og auðið er en ekki eftir viku eða tíu daga eins og á Íslandi. Hinn látni er látinn liggja á hægri hlið og andlit hans látið snúa til Mekku, helgustu borgar múslima. 33 Í S L A M Heimspekingur og nemendur hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=