Íslam - Að lúta að vilja guðs

Þriðja stoðin er ölmusan. Í íslam er hinum ríku skylt að hjálpa hinum fátæku og ber þeim að gefa 2,5 prósent af eignum sínum og tekjum. Sumir múslimar gefa fátækum þó mun meira en það. Fjórða stoðin er fastan. Múhameð fékk fyrst köllun í ,,ramadan“ og í sama mánuði flúðu múslimarnir til Medínu. Í þessum mán­ uði minnast múslimar þessara tveggja atburða með því að fasta frá sólarupprás til sólseturs. Á norðlægum slóðum eins og á Íslandi fylgja þeir þó klukkunni. Ekki þurfa allir að fasta og eru t.d. börn, sjúklingar og gamalmenni undanþegin. Fastan minnir múslima á hvað þeir eiga Guði mikið að þakka, kennir þeim sjálfsaga og eykur samúð þeirra með fátækum og þurfandi, því aðeins þeir sem hafa upplifað hungur geta skilið hvernig það er að vera án matar. Fimmta og síðasta stoðin er pílagrímsferðin. Öllum múslimum er skylt að fara í pílagrímsferð til Mekku einu sinni á ævinni, ef þeir hafa efni á því. Pílagrímsferðin á að auka trúrækni en hún minnir þá einnig á að allir menn eru jafnir. Pílagrímarnir klæðast til dæmis allir samskonar hvítum kuflum og sést þá ekki hver er ríkur og hver fátækur. Tveimur árum síðar fór Múhameð í pílagrímsferð með fylgjendum sínum og kallast sú ferð hans kveðju­ pílagrímsförin vegna þess að hann andaðist stuttu seinna. Þessi ferð varð fyrir­ mynd annarra múslima og enn líkja múslimar eftir pílagrímsför Múhameðs. Reyndar sagði Múhameð að hann væri aðeins að líkja eftir pílagrímsför Abra­ hams sem hafði fyrstur allra farið slíka ferð til Kaaba. Múhameð andaðist á heimili sínu í Medínu 8. júní árið 632 í fangi eiginkonu sinnar Aishu, sextíu og þriggja ára að aldri. Hann var greftraður á sama stað og hann andaðist, þ.e. undir gólfinu í herbergi Aishu. 32 Í S L A M Pílagrímar við Kaaba.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=