Íslam - Að lúta að vilja guðs

Stoðirnar fimm Í öllum trúarbrögðum eru einhver lög eða fyrirmæli sem fylgj­ endur verða að fara eftir. Boðorðin tíu eru gott dæmi en bæði kristið fólk og gyðingar lifa samkvæmt þeim lögum. Í íslam eru einnig fyrirmæli um hvað múslimar mega ekki gera. Þeir mega t.d. ekki stela, ljúga, borða svínakjöt, drekka áfengi, spila fjár­ hættuspil eða iðka lauslæti. En í íslam eru einnig fyrirmæli um það sem múslimar eiga að gera og kallast stoðirnar fimm. Fyrsta stoðin er trúarjátningin sem er svona í íslenskri þýðingu: ,,Enginn er guð nema Guð og Múhameð er boðberi hans.“ Önnur stoðin er bænin. Múhameð fékk þau fyrirmæli í nætur­ ferð sinni til himna að múslimar ættu að biðjast fyrir fimm sinnum á dag. Bænirnar dreifast yfir daginn og er farið með fyrstu bænina árla morguns og þá síðustu að kveldi. Áður en þeir biðja þvo þeir andlit sitt, höfuð, hendur og fætur en þannig hreinsa þeir á táknrænan hátt sál sína. Þegar múslimar biðjast fyrir snúa þeir sér til Mekku og hreyfa sig samkvæmt ákveðnum fyrirmælum. Fyrst standa þeir teinréttir, síðan leggjast þeir niður á hnén og láta ennið nema við jörðina. 31 Í S L A M Múslimar biðjast fyrir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=