Íslam - Að lúta að vilja guðs
Umburðarlyndi Múhameðs átti sér takmörk. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom til Mekku var að mölva öll heiðin líkneski í og umhverfis Kaaba. Hann sagði að lögmál ættbálkanna væri liðið undir lok og forfeður þeirra hefðu verið á villigötum. Múhameð var kominn til að leggja grunn að samfélagi þar sem fólk sameinaðist í átrúnaði á einn og sama Guð. Eftir glæstan sigur Múhameðs í Mekku létu flestir íbúar borgar innar sannfærast og játuðust íslam. En þótt hann væri loks kom inn heim flutti hann ekki til Mekku heldur bjó áfram í Medínu. 9 SÍÐUSTU ÁR MÚHAMEÐS Dag einn kom maður til Múhameðs, er hann sat á tali við múslima einn sem hét Umar. Hann settist við hlið Múhameðs og sagði: „Segðu mér, kæri Múham eð, hvað er íslam?“ Múhameð svaraði honum: ,,Íslam er að bera því vitni að enginn er guð nema Guð og að Múhameð er boðberi Guðs, fara með skyldubænirnar, gefa ölm usu, fasta á ramadan mán uði og fara í pílagrímsferð, hafi maður efni á því.“ Ókunnugi maðurinn svaraði: ,,Þú hefur svarað rétt.“ Eftir að hann hafði kvatt og farið leiðar sinnar sagði Múhameð við Umar: ,,Þetta var engillinn Gabríel. Hann kom til að uppfræða þig um trú þína.“ Frá og með þessum degi hafa þessir fimm þættir sem Múhameð taldi upp verið kallaðir stoð irnar fimm en þær eru helstu boðorð múslima. 30 Í S L A M Enginn er guð nema Guð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=