Íslam - Að lúta að vilja guðs

Umburðarlyndi Múhameðs átti sér takmörk. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom til Mekku var að mölva öll heiðin líkneski í og umhverfis Kaaba. Hann sagði að lögmál ættbálkanna væri liðið undir lok og forfeður þeirra hefðu verið á villigötum. Múhameð var kominn til að leggja grunn að samfélagi þar sem fólk sameinaðist í átrúnaði á einn og sama Guð. Eftir glæstan sigur Múhameðs í Mekku létu flestir íbúar borgar­ innar sannfærast og játuðust íslam. En þótt hann væri loks kom­ inn heim flutti hann ekki til Mekku heldur bjó áfram í Medínu. 9 SÍÐUSTU ÁR MÚHAMEÐS Dag einn kom maður til Múhameðs, er hann sat á tali við múslima einn sem hét Umar. Hann settist við hlið Múhameðs og sagði: „Segðu mér, kæri Múham­ eð, hvað er íslam?“ Múhameð svaraði honum: ,,Íslam er að bera því vitni að enginn er guð nema Guð og að Múhameð er boðberi Guðs, fara með skyldubænirnar, gefa ölm­ usu, fasta á ramadan mán­ uði og fara í pílagrímsferð, hafi maður efni á því.“ Ókunnugi maðurinn svaraði: ,,Þú hefur svarað rétt.“ Eftir að hann hafði kvatt og farið leiðar sinnar sagði Múhameð við Umar: ,,Þetta var engillinn Gabríel. Hann kom til að uppfræða þig um trú þína.“ Frá og með þessum degi hafa þessir fimm þættir sem Múhameð taldi upp verið kallaðir stoð­ irnar fimm en þær eru helstu boðorð múslima. 30 Í S L A M Enginn er guð nema Guð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=