Íslam - Að lúta að vilja guðs

8 MÚHAMEÐ SNÝR AFTUR TIL MEKKU Eftir nokkrar orrustur við Mekku gerði Múhameð friðar- samning við íbúana en aðeins tveimur árum síðar rufu Mekkubúar friðarsamninginn. Múhameð fór því með her gegn þeim og gáfust Mekkubúar upp fyrir honum. Í stað þess að taka fjandmenn sína af lífi eins og siður hafði verið gaf Múhameð þeim öllum upp sakir með sömu orðum og Jósef sagði við bræður sína þegar hann fyrir­ gaf þeim: ,,Þið verðið ekki sakfelldir í dag. Guð mun fyrirgefa ykkur, því af hinum miskunnsömu er hann miskunnsamastur.“ [Kóraninn 12:92] Múhameð faðmaði þá að sér sem árum saman höfðu setið um líf hans og gaf þeim veglegar gjafir. Afstaða til annarra trúarbragða Múhameð bar mikla virðingu fyrir gyðingum og kristnum mönnum og leit á þá sem trúbræður. Kristnir menn og gyðingar kallast ,,fólk bókarinnar“, sem merkir að þeir séu hluti af íslam og tilbiðji Drottin. Um fólk bókarinnar segir í Kóraninum: ,,Deildu ekki, nema í góðsemd, við fólk bókarinnar; að þeim frátöldum sem brotið hafa á rétti þínum. Segðu við þá: ,,Við trúum því sem kom til okkar að ofan og kom til ykkar að ofan. Okkar Guð og ykkar Guð er einn og hinn sami og honum erum við undirgefin.“ [Kóraninn 29:45] Í íslam er bannað að þröngva trúnni upp á aðra og í Kóran­ inum segir til dæmis: ,,Enginn skal neyddur til trúar.“ [Kóraninn 2:257] En múslimar hafa hins vegar lítið umburðarlyndi gagn­ vart þeim sem trúa á marga guði og líta á slíkan átrúnað sem villimennsku. Því njóta fjölgyðistrúarmenn ekki sömu virðingar og verndar og kristnir menn og gyðingar. 29 Í S L A M Íslenskur Kóran.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=