Íslam - Að lúta að vilja guðs

sást oft bæta sín eigin föt. Hann virtist eiga auðvelt með að hrífa aðra með sér, var réttlátur í dómum sínum og þótti svo glöggur og ráðagóður að jafnvel þeir sem voru ekki múslimar leituðu til hans. Jihad Réttur til að taka upp vopn kallast ,,jihad“ (borið fram djihad) en það er oft þýtt sem ,,heilagt stríð“ á íslensku. Jihad þýðir í raun að kappkosta eða berjast fyrir en lög um jihad veita múslimum leyfi til að berjast gegn ranglæti og kúgun. Lögin banna þeim hins vegar að hefja stríð. Þeir mega ekki beita ómannúðlegum aðferðum í hernaði og ekki ráðast á konur, börn, gamalmenni, vinnufólk, fatlaða eða óvopnaða borgara. Þeir mega heldur ekki drepa fanga eða þá sem eru særðir og ekki fara illa með lík eða helgimuni annarra trúarbragða. Þá verða þeir einnig að gæta þess að ganga vel um náttúruna og mega t.d. ekki drepa dýr eða skemma tré að óþörfu. Samkvæmt lögum um jihad geta hryðjuverk ekki talist ,,heilagt stríð“, enda eru þau ómannúðleg og beinast að óvopnuðum borgurum. Því hafa margir múslimar gagnrýnt íslamska hryðjuverkamenn og bent á að þeir fari ekki að lögum íslams um jihad. Íbúar Mekku og Medínu háðu nokkrum sinnum stríð en í þessum orrustum kom í ljós hversu snjall herforingi Múhameð var. Þegar bedúínar heyrðu af sigrum hans töldu þeir sig sjá að Guð var þar að verki og tóku margir trú fyrir vikið. Her Múhameðs stækkaði því með hverjum deginum. Fróðleikur 28 Í S L A M Pappírinn í þessari bók er að hluta til uppfinning sem þakka má múslimum. Þeir lærðu að búa til pappír hjá Kínverjum og kenndu síðan Evrópubúum þá list. Pappírinn gerði það mun ódýrara og auðveldara að prenta bækur og útbreiða þekkingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=