Íslam - Að lúta að vilja guðs
Nú fór Múhameð að velta því fyrir sér hvernig hann ætti að kalla fólk til bæna. Hann hugleiddi hvort nota ætti kirkjuklukk ur eins og tíðkaðist í kristindómi eða horn eins og gyðingar gera. Þá dreymdi múslima nokkurn að maður kæmi til hans og segði að best væri að nota röddina og kalla: ,,Guð er mikill. Ég ber því vitni að enginn er guð nema Guð. Ég ber því vitni að Múhameð er boðberi Guðs. Komið og biðjist fyrir. Takið við hjálpræðinu. Guð er mikill. Enginn er guð nema Guð.“ Þegar Múhameð heyrði um þennan draum lýsti hann því yfir að þetta væri vitrun frá Guði. Frá þeim degi hafa þessi orð hljómað frá bænaturnum allra moska. Margt hafði breyst frá því Múhameð var í Mekku. Hann var til dæmis ekki lengur aðeins spámaður heldur einnig borgarstjóri, dómari, herforingi og kennari. Múhameð reyndist góður leiðtogi og voru jafnvel fjandmenn hans því sammála. Honum tókst meira að segja að koma á friði í Medínu en það hafði engum tekist áður. Þótt Múhameð væri háttsettur leiðtogi hélt hann áfram að lifa fábrotnu lífi. Hann bjó í látlausu húsi, mjólkaði geitur sínar og 27 Í S L A M Klettamoskan.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=