Íslam - Að lúta að vilja guðs
Helgistaðir múslima og moskur Flest trúarbrögð hafa einhvern stað þar sem söfnuðurinn getur komið saman til að tilbiðja Guð. Kristnir menn fara t.d. í kirkjur og gyðingar í sýnagógur en múslimar fara í moskur. Moska merkir ,,staður þar sem maður fellur fram í lotningu“. Þótt moskur séu mismunandi þá hafa þær allar sameiginlega grunn þætti. Moskan verður að hafa nógu stóran sal svo söfnuðurinn komist fyrir inni í honum en þar eru engir stólar eða bekkir heldur bara mjúk teppi á gólfinu. Salurinn á að snúa þannig að þegar maður gengur inn snýr hann í átt til Kaaba. Oft má finna veggskot til minningar um Múhameð en það segir fólki líka hvert það á að snúa sér í bæninni. Flestar moskurnar hafa predikunarstól og turn sem notaður er til að kalla múslima til bæna. Í moskum er einnig oft að finna kerlaug því að múslimar verða að þvo hendur sínar og fætur áður en þeir biðja. Í hinum vestræna heimi erum við vön að sjá málverk af Jesú og heilögu fólki en í íslam er bannað að mála mynd eða gera líkneski af Guði, því álitið er að hann sé hafinn yfir mannlega túlk un. Slíkt geti einnig leitt til skurðgoðadýrkunar, það er að segja að fólk fari að tilbiðja myndirnar í stað Guðs. Þess vegna eru engar myndir af Guði eða Múhameð í moskum heldur eru þær skreyttar versum úr Kóraninum og ýmiss konar mynstrum. Þrjár helgustu borgir í íslam eru Mekka, Medína og Jerúsalem en þar er einnig að finna þrjá mestu helgistaði trúarinnar. Kaaba í Mekku er helgasti staðurinn og er múslimum skylt að fara þangað í pílagrímsför einhvern tíma á ævinni, ef þeir hafa efni á því. Næsthelgasti staðurinn er Moska spámannsins í Medínu sem Múhameð byggði við komu sína þangað. Hún hefur þó tekið miklum breytingum frá hans tíma. Þriðji helgasti staðurinn í íslam er Klettamoskan í Jerúsalem en eins og áður kom fram tengist hún næturför Múhameðs. Fróðleikur 26 Í S L A M Þar sem múslimar mega ekki drekka áfengi gerðu þeir sér annan drykk sem átti eftir að ná miklum vinsældum – það er kaffið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=