Íslam - Að lúta að vilja guðs

Helgistaðir múslima og moskur Flest trúarbrögð hafa einhvern stað þar sem söfnuðurinn getur komið saman til að tilbiðja Guð. Kristnir menn fara t.d. í kirkjur og gyðingar í sýnagógur en múslimar fara í moskur. Moska merkir ,,staður þar sem maður fellur fram í lotningu“. Þótt moskur séu mismunandi þá hafa þær allar sameiginlega grunn­ þætti. Moskan verður að hafa nógu stóran sal svo söfnuðurinn komist fyrir inni í honum en þar eru engir stólar eða bekkir heldur bara mjúk teppi á gólfinu. Salurinn á að snúa þannig að þegar maður gengur inn snýr hann í átt til Kaaba. Oft má finna veggskot til minningar um Múhameð en það segir fólki líka hvert það á að snúa sér í bæninni. Flestar moskurnar hafa predikunarstól og turn sem notaður er til að kalla múslima til bæna. Í moskum er einnig oft að finna kerlaug því að múslimar verða að þvo hendur sínar og fætur áður en þeir biðja. Í hinum vestræna heimi erum við vön að sjá málverk af Jesú og heilögu fólki en í íslam er bannað að mála mynd eða gera líkneski af Guði, því álitið er að hann sé hafinn yfir mannlega túlk­ un. Slíkt geti einnig leitt til skurðgoðadýrkunar, það er að segja að fólk fari að tilbiðja myndirnar í stað Guðs. Þess vegna eru engar myndir af Guði eða Múhameð í moskum heldur eru þær skreyttar versum úr Kóraninum og ýmiss konar mynstrum. Þrjár helgustu borgir í íslam eru Mekka, Medína og Jerúsalem en þar er einnig að finna þrjá mestu helgistaði trúarinnar. Kaaba í Mekku er helgasti staðurinn og er múslimum skylt að fara þangað í pílagrímsför einhvern tíma á ævinni, ef þeir hafa efni á því. Næsthelgasti staðurinn er Moska spámannsins í Medínu sem Múhameð byggði við komu sína þangað. Hún hefur þó tekið miklum breytingum frá hans tíma. Þriðji helgasti staðurinn í íslam er Klettamoskan í Jerúsalem en eins og áður kom fram tengist hún næturför Múhameðs. Fróðleikur 26 Í S L A M Þar sem múslimar mega ekki drekka áfengi gerðu þeir sér annan drykk sem átti eftir að ná miklum vinsældum – það er kaffið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=