Íslam - Að lúta að vilja guðs

7 MÚHAMEÐ KEMUR TIL MEDÍNU Þegar Múhameð kom til Medínu keypti hann land, byggði þar hús og reisti mosku. Hún var einföld í sniðum. Trjádrumbar héldu þakinu uppi og steinn var notaður til að sýna hvert múslimar ættu að snúa sér í bæn. Trjábútur var síðan notaður sem prédikunarstóll og stóð Múhameð uppi á honum þegar hann ávarpaði múslimana. Öllum öðrum moskum svipar til þessarar fyrstu mosku í íslam. Fróðleikur 25 Í S L A M Medína og moska spámannsins. Kínverjar kynntu múslimum byssupúðrið en það voru múslimar sem uppgötvuðu að hægt væri að nota það í hernaði með því að þeyta hlutum út í loftið, eins og t.d. kúlum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=