Íslam - Að lúta að vilja guðs

Þar ræddu þeir saman og komust að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu ekki að kanna hann nánar því útilokað væri að Múhameð væri þar. Þegar þeir voru farnir í burtu skriðu Múhameð og Abu Bakr að hellismunnanum og sáu sér til undrunar að kónguló hafði spunnið vef fyrir munnann og dúfa gert sér hreiður fyrir framan hann og sat á því eins og á eggi. Að þremur dögum liðnum hafði leitarmönnum fækkað og lögðu því Múhameð og Abu Bakr af stað til Medínu. Múslimar miða tímatal sitt við þennan flótta sem kallast hidjra á arabísku. Hann var upphaf að nýju samfélagi á Arabíuskaga, samfélagi manna sem höfðu yfirgefið fjölskyldur sínar og ættbálka. Þetta nýja samfélag hafði ekki sameinast vegna skyldleika heldur trúar. Múhameð stjórnaði Medínu samkvæmt lögum Kóransins og hafði borg aldrei verið stjórnað þannig áður. 24 Í S L A M Vefur og hreiður í hellismunnanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=