Íslam - Að lúta að vilja guðs

Helgidagar múslima Tímatal múslima miðast við flótta Múhameðs frá Mekku til Medínu og því er kristna árið 622 fyrsta árið í tímatali þeirra. Þegar kristn­ ir menn fögnuðu til dæmis aldamótunum 2000 var árið 1420 hjá múslimum. Ár múslima er þó styttra en ár kristinna manna, vegna þess að þeir fylgja tunglári en ekki sólarári eins og kristið fólk gerir. Tunglár er um 354 dagar og því nokkrum dögum styttra en sólarárið. Af þessum ástæðum ber hátíðir múslima ekki alltaf upp á sömu árstíðir. Rétt eins og í kristni eru tólf mánuðir í árinu í íslam en hver mánuður er 29–30 dagar. Mánuðirnir eru eftirfarandi: 1. Helgimánuður (muharram ul haram) . Tíunda dag helgimánaðar halda margir múslimar upp á Ashura hátíðina en þá fagna þeir flótta gyðinga frá Egyptalandi. Múslimar líta einnig svo á að Nói hafi yfirgefið örkina á þessum degi. Þeir minnast þessa atburðar með því að fasta í tvo daga. 2. Þagnarmánuður (safar). 3. Fyrri vormánuður (rabi-ul-awwal). Á tólfta degi fyrri vor­ mánaðar minnast margir múslimar fæðingar og andláts Múhameðs en sagan segir að hann hafi fæðst og látist á sama almanaksdegi. Algengt er að múslimar gefi hver öðrum gjafir á þessum degi, klæðist skærlitum fötum og kveiki á kertum og reykelsi. 22 Í S L A M Hátíð í lok ramadan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=