Íslam - Að lúta að vilja guðs

og fleiri spámenn. Það fyrsta sem Múhameð gerði var að biðja með þeim þar sem musteri Salómons stóð áður. Þá bauð Gabríel honum að velja á milli þess að drekka mjólk eða vín og valdi Múhameð mjólkina. Gabríel hrósaði honum fyrir að velja rétt og sagði að fylgjendur hans ættu einnig að taka mjólk fram yfir vín. Síðan hefur múslimum verið bannað að drekka áfengi. Þá sýndi Gabríel honum hlið helvítis og himnaríkis en Klettamoskan var síðar byggð á sama stað, grunni musterisins í Jerúsalem. Því næst flaug hvíta kynjaskepnan með hann upp í sjöunda himin og segir Múhameð að aðra eins dýrð hafi hann aldrei séð. Múhameð var leiddur að lótustré en þetta tré er sagt búa yfir allri þekkingu heimsins. Þar fékk hann fyrirmæli frá Guði um að múslimar ættu að biðja til Guðs fimmtíu sinnum á dag. Á leið­ inni niður til jarðar hitti hann Móse sem spurði hann hve margar skyldubænir fólkið ætti að fara með. Þegar Múhameð svaraði fimmtíu sagði Móses: ,,Safnaðarbænir eru þung byrði og fólk þitt er veikgeðja . Farðu aftur til Drottins og biddu hann að létta þér og lýð þínum byrðina.“ Múhameð fór þá aftur upp til Guðs og fékk skyldubænunum að lokum fækkað niður í fimm. Síðan hafa trúræknir múslimar beðið fimm sinnum til Guðs á hverjum degi. Múhameð var ekki öruggur í Mekku og ekkert lát var á ofsókn­ um. Því fór hann að undirbúa flótta frá borginni. Hann hóf leyni­ legar samræður við fulltrúa borgarinnar Medínu árið 620. Stöðugt ættbálkastríð hafði geisað þar í borg svo öldum skipti og eftir tveggja ára viðræður féllst Múhameð á að setjast að í Medínu og koma þar á friði. Íbúar Medínu urðu í staðinn að heita því að verja múslimana eins og um eigin ættingja væri að ræða. lótustré : tré út lótusviði; veikgeðja : veiklyndur, ístöðulaus. Fróðleikur 21 Í S L A M Múslimar voru snillingar í stærðfræði, sérstaklega horna­ fræði, rúmfræði og algebru. Við eigum þeim að þakka að við notum ekki rómverska tölustafi heldur arabíska. Múslimar fengu tölustafina sem við notum í dag frá Indverjum. Þeir breyttu þeim lítilsháttar og bættu við núllinu en í róm­ verska talnakerfinu var ekki hægt að skrifa núll.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=