Íslam - Að lúta að vilja guðs

6 FLÓTTINN TIL MEDÍNU Árið 619 breyttist margt í lífi Múhameðs. Það ár dó heittelskuð eiginkona hans, Khadija. Andlát hennar var Múhameð mikið sorgarefni og þótt hann kvæntist aftur síðar meir var Khadija alltaf stóra ástin í lífi hans. Sama ár andaðist einnig frændi hans Abu Talib. Á þessum átakatímum gerðist mikið kraftaverk í lífi Múhameðs. Sagan segir að eina nóttina hafi hann farið inn í Kaaba og sofnað. Stuttu síðar kom Gabríel og vakti hann og setti hann á bak hvítri vængjaðri kynjaskepnu . Saman riðu þeir alla leið til Jerúsalem en þar biðu þeirra Abraham, Móses, Jesús Kristur 20 Í S L A M Næturferð Múhameðs spámanns. kynjaskepna : furðuleg skepna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=