Íslam - Að lúta að vilja guðs
þeir verða þó að elska þær allar jafnt og mega ekki taka eina konu fram yfir aðra. Margir múslimar líta svo á að ómögulegt sé að elska margar eiginkonur jafnt og því megi þeir í raun aðeins kvænast einni konu. Múhameð veitti konum einnig rétt til að skilja við eiginmenn sína. Til að tryggja að fráskildar konur liðu ekki skort sagði Múhameð að sá sem skildi við konu sína yrði að greiða henni ákveðna fjárhæð meðan hún lifði. Þegar minnst er á íslam sjáum við oft fyrir okkur konur með blæju fyrir andlitinu. Það er hins vegar ekkert í Kóraninum sem skyldar konur til að hylja andlit sitt. Þetta er hefð sem sumir múslimar tóku upp 300–400 árum eftir dauða Múhameðs. Í sumum íslömskum löndum hefur það aldrei tíðkast að nota slíka blæju. Í öðrum löndum er konum hins vegar skylt að hylja andlit sitt. Margar íslamskar konur berjast gegn notkun blæjunnar en margar eru einnig ánægðar með hana og finnst hún vera nokkurs konar ,,ferðaheimili“ sem þær geti gengið um í án þess að eiga það á hættu að karlmenn áreiti þær. Í sumum íslömsk um löndum hylja konur aðeins hár sitt en ekki andlit. Þetta á ekki aðeins við um konur því margir karlmenn ganga með samskonar höfuðfat. Það er reyndar algeng hefð í trúarbrögðum að fólk hylji hár sitt og hafa kristnar nunnur til dæmis gert það svo öldum skiptir [samanber Biblían, 1. Korintubréf 11:5–7]. Valdhafarnir reyndu allt til að þagga niður í Múhameð. Þeir grýttu hann og fylgjendur hans og reyndu að snúa fjölskyldu hans gegn honum. Þeir báru út lygasögur um hann og útskúf uðu honum og ættingjum hans í heil tvö ár. Loks skildu þeir að Múhameð myndi aldrei hætta að boða hina nýju trú og lögðu á ráðin um að taka hann af lífi. Fróðleikur 19 Í S L A M Mikilvægasta framlag múslima til læknavísinda voru alfræðiorðabækur um þau fræði en þær voru helstu kennslubækur læknanema í Evrópu svo öldum skipti.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=