Íslam - Að lúta að vilja guðs

5 ÁRÁSIR Á MÚHAMEÐ OG FYLGJENDUR HANS Eins og áður sagði heillaði boðskapur Múhameðs marga en flestir af fyrstu fylgjendum hans voru fátæklingar, þrælar, konur og börn. Þegar æ fleiri tóku þessa nýju trú fóru ráðamenn að líta á Múhameð sem ógn við samfélagið. Valdhafar í Mekku högnuðust á fólki sem kom til Kaaba til að tilbiðja guði sína en slíkar ferðir voru ein af ástæðunum fyrir því að Mekka var stór verslunarborg. Þeir töldu Múhameð grafa undan efnahag borgarinnar með því að boða aðeins einn Guð. Jafnframt óttuðust þeir að hann væri að leggja á ráðin um að ná völdum í Mekku. Konur í íslam Staða konunnar var slæm á Arabíuskaga. Hún var eign föður síns eða eiginmanns og gátu þeir farið með hana eins og þeim sýndist. Múhameð rétti mjög hlut kvenna. Samkvæmt Kóraninum eru konur og karlmenn jöfn fyrir Guði. Múhameð bannaði útburð stúlkubarna og tryggði konum rétt til arfs. Þá bannaði hann að konur væru neyddar í hjúskap og sagði að þær þyrftu að veita samþykki sitt fyrir giftingu. Meira að segja konungur landsins gat ekki tekið sér konu án hennar samþykkis. Fyrir daga Múhameðs gátu arabar kvænst eins mörgum konum og þeir vildu. Í íslam mega karlmenn hins vegar aðeins kvænast fjórum konum (í einu) en 18 Í S L A M Kona með blæju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=