Íslam - Að lúta að vilja guðs

gjörðir mannsins, ekki verald­ legar eignir eða ættgöfgi. Þar með voru hinir fátæku á með­ al múslima orðnir jafnir hinum ríku. Guð gerði ekki greinarmun á mönnum. Múhameð ávítaði íbúana í Mekku. Hann sagði að þeir ríku ættu að aðstoða hina fátæku og því ríkari sem maðurinn væri þeim mun meiri skyldur hefði hann. Múhameð sagði að miklu máli skipti hvernig lífi við lifum því ef maðurinn fer ekki eftir boðum Guðs öðlast hann ekki eilíft líf. Fróðleikur 17 Í S L A M Múslimi gefur ölmusu. Múslimar voru vel að sér í stjörnufræði og meistarar í siglingafræði. Þeir ruddu brautina sjógörpum á borð við Kólumbus. Múslimar voru þekktir fyrir framfarir í læknavísindum. Þeir héldu fyrstir fram þeirri kenningu að sjúkdómar bærust með örsmáum ósýnilegum lífverum sem við köllum bakteríur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=