Íslam - Að lúta að vilja guðs

4 MÚHAMEÐ BOÐAR NÝJA TRÚ Þótt margir hrifust af boðskap Múhameðs og tækju trú, brugðust fleiri illa við og ofsóttu hann og fylgjendur hans. Hvað var það í boðskap Múhameðs sem vakti svo heiftarleg viðbrögð og reiði? Múhameð fullyrti að til væri aðeins einn Guð en ekki margir eins og samlandar hans trúðu. Hann kenndi að mennirnir væru skap­ aðir til þess að tilbiðja og þjóna Guði. Hugmyndin var byltingar­ kennd. Ef maðurinn var skapaður til að elska Guð og þjóna hon­ um einum, skipti samband hans við Guð meira máli en tengslin við fjölskylduna eða ættbálkinn. Þetta þýddi að allir menn voru jafnir frammi fyrir Guði, sama af hvaða kynstofni eða ætt þeir voru eða hvaða stöðu þeir gegndu. Það sem skipti máli voru Aðeins einn Guð Múhameð boðaði að Guð hefði skapað manninn til að tilbiðja sig. Maðurinn á að vera fulltrúi Guðs á jörðu og lifa eftir fyrir­ mælum og leiðbeiningum hans. Tilbeiðsla felst ekki aðeins í því að leggjast á bæn heldur einnig í því að auðsýna sömu miskunn og kærleika og Guð hefur gert. Sannir múslimar eiga því að líkja eftir Guði og vera miskunnsamir, kærleiksríkir, réttlátir og hjálp­ samir. Í Kóraninum er Múhameð t.d. skipað að sýna munaðar­ lausum og fátækum sömu miskunn og Guð hafði sýnt honum: Í nafni Guðs, hins milda og miskunnsama. [...] Varst þú ekki munaðarlaus og gaf hann þér ekki heimili þegar hann fann þig? Fórstu ekki villur vegar og hann vísaði þér veginn? Varst þú ekki þurfandi og hann uppfyllti þarfir þínar? Því skalt þú ekki beita munaðarleysingjann rangindum. Og ekki skaltu reka þurfamanninn frá þér. Kunngera skaltu góðvild Drottins þíns um víða vegu. [Kóraninn 93:6–11] 16 Í S L A M

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=