Íslam - Að lúta að vilja guðs
á hann trúa. Kóraninn er hins vegar nær eingöngu safn af ræðum sem múslimar trúa að flytji mönnunum boðskap Guðs. Það sem gerir Kóraninn áhrifamikinn er ekki aðeins það sem sagt er heldur hvernig versin hljóma á arabísku. Þess vegna vilja múslimar ekki þýða Kóraninn en hvetja fólk þess í stað til að læra arabísku. Múhameð hafði enga stjórn á opinberunum sínum. Sagan segir að hann hafi verið sem í leiðslu þegar Guð talaði til hans. Þetta hélt áfram í meira en 20 ár en Múhameð var ólæs og því kom það í hlut annarra að skrifa boðskapinn niður og halda honum til haga. Þennan boðskap er að finna í Kóraninum. 15 Í S L A M Engill flytur Múhameð kafla úr Kóraninum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=