Íslam - Að lúta að vilja guðs

Gabríel.“ Múhameð var um fertugt þegar hann fékk sína fyrstu opinberun í hellinum en síðar var þessi næturstund nefnd ,,nótt máttarins“. Sumir múslimar halda því fram að þessari nótt fylgi slíkur kraftur að ár hvert þegar hún gangi í garð megi heyra grasið vaxa og trén tala og þeir sem verði vitni að því verði dýrlingar eða vitringar. opinberun : vitrun, birting. Kóraninn Kristnir menn líta svo á að Jesús Kristur hafi verið sonur Guðs. Múslimar telja Múhameð hins vegar ekki son Guðs heldur aðeins góðan mann sem Guð hafi útvalið. Hins vegar líta múslimar svo á að Kóraninn endurspegli Guð og er hann því heilagur í augum þeirra. Nafnið Kóran er komið úr arabísku og merkir að hafa yfir, þylja eða endursegja. Kóraninn er meðal þeirra trúarbóka í heiminum sem mest eru lesnar og lagðar á minnið. Múhameð hélt því sjálfur fram að Kóraninn væri mesta kraftaverkið sem Guð hefði unnið í gegnum hann og sagði bókina vera ,,varanlegt kraftaverk“. Kóraninn er örlitlu styttri en Nýja testamentið en hann er settur saman úr 114 köflum. Fyrsti kaflinn er bæn sem múslimar fara með hvern einasta dag líkt og kristnir menn Faðirvorið. Bænin hljómar svo: Í nafni Guðs hins milda og miskunnsama. Lofaður sé Guð, Drottinn veraldanna! Hinn mildi og miskunnsami! Konungur dómsdagsins! Þig einan tilbiðjum við og þig biðjum við hjálpar. Leið okkur á hinn rétta veg, vegu þeirra sem þú hefur auðsýnt miskunn, þeirra sem eigi sæta reiði þinni og fara ekki villur vegar. [Kóraninn 1:1–6] Í Kóraninum er oft vísað í Biblíuna. Þessar bækur eru þó nokkuð ólíkar. Biblían er fjölbreytt verk og þar má finna fagrar og magn­ aðar frásagnir, sálma og spakmæli um verk Guðs og þeirra sem 14 Í S L A M

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=