Íslam - Að lúta að vilja guðs
óvenjulöng augnhár og þykkar augnabrúnir, bogalaga en þó ekki samgrónar. Hann er ýmist sagður svart- eða brúneygur og jafnvel ljósbrúneygur. Hann var með kónganef en fíngerðar varir. Þá var hann ljós á hörund en sólbrúnn og sagt er að geislað hafi af andliti hans, sérstaklega augum og enni. Þegar Múhameð óx úr grasi gerðist hann verslunarmaður. Hann var þekktur fyrir heiðarleik í viðskiptum og var virtur vel. Hann gekk að eiga auðuga ekkju er Khadija hét. Hann var þá 25 ára en hún 15 árum eldri. Samband þeirra var mjög náið og unni Múhameð henni afar heitt. Sagan segir að Guð hafi hughreyst Múhameð með tilstyrk Khadiju því hún hjálpaði honum í erfið- leikum hans. Saman áttu þau nokkur börn en þeirra kunnast var dóttirin Fatima sem átti eftir að gegna stóru hlutverki í sögu íslams. Hún var þekkt fyrir að bera umhyggju fyrir hinum fátæku og prédikaði til dæmis í moskum. Fatima er mikilvæg fyrirmynd margra kvenna í íslam. Miklar vonir voru bundnar við Múhameð og margir dáðust að hæfileikum hans. Flestir bjuggust við því að hann yrði höfðingi síns ættbálks. En Múhameð var leitandi og hafði lítinn áhuga á völdum eða auði. Hann var ekki hrifinn af trúarbrögðum fólksins eða stöðugum átökum ættbálkanna og hvernig komið var fram við fátæka og munaðarlausa. Honum var líka farið að finnast að það væri rangt að tilbiðja marga guði því aðeins væri til einn Guð. Múhameð fór reglulega einn síns liðs upp í helli á Hirafjalli rétt hjá Mekku. Þar vafði hann utan um sig teppi, sat einn síns liðs tímunum saman og hugsaði um spillingu samfélagsins og tilgang lífsins. 12 Í S L A M Hirafjall.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=