Íslam - Að lúta að vilja guðs

3 ÆSKA MÚHAMEÐS OG OPINBERUN Fjölskylda Múhameðs var vel efnuð en samt var æska hans ekki áhyggjulaus. Faðir hans lést áður en Múhameð fæddist og móðir hans féll frá þegar hann var aðeins sex ára. Afi hans tók hann að sér en tveimur árum síðar andaðist hann líka. Þá tók frændi Múhameðs, Abu Talib, hann í fóstur og ól hann upp. Frændinn var fátækur og því þurfti Múhameð að hjálpa honum að gæta hjarðar­ innar. Þótt furðulegt megi virð­ ast urðu þessar raunir honum til framdráttar . Þar sem hann átti enga foreldra varð hann sonur margra. Hann þurfti að aðlaga sig ýmsum aðstæðum og varð því umburðarlyndur. Múhameð var þekktur fyrir blíða lund og hreint hjartalag. Hann lærði aldrei að lesa eða skrifa en var vel gefinn og gæddur persónutöfrum. Hvernig leit Múhameð út? Múslimum er bannað að mála helgimyndir af Múhameð vegna þess að það gæti leitt til þess að fólk færi að tilbiðja myndina. Af þessum sökum hefur ekkert samtímamálverk varðveist af honum. Hins vegar hafa ritaðar lýsingar varðveist. Samkvæmt þeim var Múhameð grannur og meðalmaður á hæð. Hann var höfuðstór og axlabreiður en samsvaraði sér vel að öðru leyti. Hár hans og skegg var þykkt, svart og eilítið liðað og náði hárið niður fyrir eyru. Yfirvararskeggið var þó ekki látið vaxa niður fyrir efrivör. Hann var með tignarlegt enni, stór augu, 11 Í S L A M Arabíuskaginn. til framdráttar : kemur að gagni. JERÚSALEM MEDINA MEKKA Mi›jar›arhaf I n d l a n d s h a f P e r s a f l ó i A r a b í u s k a g i A f r í k a P e r s í a N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=