Íslam - Að lúta að vilja guðs

Kaaba og átrúnaður araba Á tímum Múhameðs hafði hver ættbálkur sinn guð en slíkur átrúnaður kallast fjölgyðistrú . Sagan segir að guðirnir hafi verið mest 360 talsins. Eins og oft í fjölgyðistrú voru þeir tengdir náttúrunni; steinum, trjám, uppsprettum, sól og stjörnum. Af öllum þessum guðum voru gerðar styttur sem kallaðar voru líkneski. Fólk trúði að guðirnir byggju í líkneskjunum. Í borginni Mekku er kassalaga musteri, Kaaba, sem þýðir tening­ ur á arabísku. Í þessu musteri voru líkneski af flestum þeim guð­ um sem fólkið tilbað og því var það afar heilagt. Bedúínar voru vanir að fara í pílagrímsferðir til Mekku að tilbiðja guði sína. Í musterinu er svartur steinn sem var mesti helgidómur þess. Sagan segir að engill hafi gefið Abraham þennan stein og hafi hann þá verið hvítur sem mjólk. Síðan dökknaði hann vegna synda mannanna. Guð skipaði Abraham og Ísmael að byggja Kaaba og áttu horn musterisins að tákna höfuðáttirnar fjórar. Þegar þeir höfðu lokið smíði helgidómsins sagði Guð þeim að leggja steininn í austurhornið og þar er hann enn í dag. Mekka var mikilvæg verslunarborg og högnuðust margir borgar­ búar vel á viðskiptum. En gróðinn varð þó ekki öllum til góðs því stöðugt breikkaði bilið á milli hinna fátæku og ríku. Í Mekku voru ættarböndin ekki eins sterk og annars staðar á Arabíuskaganum. Fólk hugsaði mest um eigin hag og því sultu margir munaðar­ leysingjar, ekkjur, sjúklingar og fátækir og sumir dóu úr hungri. Múhameð ólst þannig upp í grimmu og spilltu samfélagi þar sem illdeilur voru daglegt brauð. Múslimar kalla tímann fyrir íslam ,,daga fáfræðinnar“. fjölgyðistrú : þegar trúað er á marga guði. 10 Í S L A M Kaaba musterið í Mekku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=