Íslam - Að lúta að vilja guðs

Bedúínar. 2 SAMFÉLAGIÐ SEM MÚHAMEÐ ÓLST UPP Í Múhameð fæddist í borginni Mekku á Arabíuskaga, líklega árið 570. Nú á dögum er Mekka í Sádi-Arabíu. Það var ekki auðvelt að búa á þessu landsvæði því Arabíuskaginn er þurr og nánast gróðurlaus. Íbúarnir voru flestir hirðingjar sem flökkuðu um eyðimörkina með búpening sinn og stunduðu verslun. En þeir rændu einnig stöðugt hver frá öðrum og fóru ránsferðir til þeirra fáu bæja sem myndast höfðu í eyðimörkinni. Hirðingjarnir, eða bedúínarnir eins og þeir eru oft kallaðir, litu ekki á sig sem eina þjóð og áttu í stöðugum erjum sín á milli. Á Arabíuskaga voru margir ættbálkar og innan þeirra margar fjölskyldur. Ættarbönd skiptu miklu máli í þessu samfélagi og var fólk metið eftir því hve göfug eða rík ættin var. 9 Í S L A M

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=