Íslam - Að lúta að vilja guðs

Ísmael Í Biblíunni segir að engill Drottins hafi komið til Hagar, móð­ ur Ísmaels, þegar hún gekk með hann og sagt: „Ég mun fjölga niðjum þínum svo að tölu verði ekki á þá komið. Þú ert þunguð og munt ala son. Þú skalt láta hann heita Ísmael því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.“ [Biblían, 1M 16:10–11] Hér er orða­ leikur því nafnið Ísmael merkir ,,Guð hefur heyrt“. Stuttu síðar eignaðist Sara, kona Abrahams, Ísak en hún öfund­ aði Ísmael og Hagar og rak þau burt. Hagar fór með drenginn út í eyðimörkina en þegar vatnið þraut óttaðist hún að þau myndu deyja og grét hástöfum. En Guð heyrði grát þeirra og sendi eng­ il sinn til Hagar og sagði: „Hvað amar að þér, Hagar? Óttast þú ekki því að Guð hefur heyrt grát sveinsins þar sem hann liggur. Stattu upp, reistu drenginn á fætur og leiddu hann þér við hönd því að ég mun gera hann að mikilli þjóð.“ Og Guð lauk upp augum hennar svo að hún sá vatnslind, fór og fyllti vatnsbelginn og gaf drengnum að drekka. Guð var með sveininum og hann óx og settist að í óbyggðunum og gerðist bogmaður. [Biblían, 1M 21:9–20] Íslam er arabískt orð og þýðir undirgefni eða hlýðni. Orðið er náskylt arabíska orðinu salam sem merkir friður. Því má segja að íslam merki: ,,sá friður sem fæst þegar maður hlýðir Guði“. Sá sem játar íslam kallast múslimi en það heiti er líka komið úr arab­ ísku og þýðir ,,sá sem er undirgefinn“. Oft er sagt að múslimar trúi á Allah. Allah þýðir ,,Guðinn“ á arabísku og er því ekki nafn eða heiti. Múslimar trúa á Guð eins og kristnir menn og gyðingar. Þegar minnst er á íslam dettur mörgum fyrst í hug heilagt stríð, kúgun kvenna og hryðjuverk. Ástæðan er fyrst og fremst nei­ kvæð umfjöllun fjölmiðla. Sjaldan heyrum við jákvæðar fréttir frá íslömskum löndum og fæst okkar þekkja múslima persónulega. Við verðum að læra að greina á milli trúarbragða og fylgjenda þeirra. Kristin trú og kristnir menn eru t.d. ekki það sama. Við vit­ um öll að kristið fólk er yfirleitt gott fólk en það er einnig til kristið fólk sem lifir ekki samkvæmt kenningum Krists. Það merkir þó ekki að kristin trú sé slæm. Sama á við um íslam. 8 Í S L A M

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=