Milli himins og jarðar - Ísbjörn

.4 .5 Stærstu ísbirnir verða um 700 kíló að þyngd. Það er álíka þungt og 25 átta ára börn! Karldýrið kallast björn, kvendýrið nefnist birna og afkvæmin húnar. Stór og sterkur Hvað geta ísbirnir orðið stórir? Hvað ert þú stór? Ísbirnir detta heldur ekki á sleipu svelli. Sterkir fætur og risastórir hrammar hjálpa þeim að fóta sig á ísnum. Á hverjum hrammi eru hrjúfir og stamir þófar og fimm langar klær. Birna leikur við húninn sinn. Hér sjást þófarnir vel. Það er næstum eins og að vera í bremsusokkum með mannbrodda! Ísbirnir kunna vel við sig í miklum kulda. Hlýr feldur og fita undir húðinni halda á þeim hita. Fitulagið getur orðið 11 sentímetra þykkt. Ekki furða að þeim verði ekki kalt! dindill feldur hrammur þófi klær trýni beittar tennur Hvað hjálpar ísbjörnum að fóta sig á ísnum? Hvað éta ísbirnir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=