.22 .23 Löngu seinna er drengurinn orðinn fullorðinn veiðimaður. Dag einn mætir hann óvænt stórum ísbirni. Ísbjörninn nálgast hratt og maðurinn er mjög hræddur. Allt í einu stoppar björninn og hallar höfðinu. Þegar Kali var lítill drengur gaf pabbi hans honum lítinn ísbjarnarhún. Kali og húnninn urðu strax bestu vinir. Þeim fannst gaman að tuskast og veltast um í snjónum. En húnar stækka miklu hraðar en börn. Fyrr en varði var húnninn orðinn of stór til að búa hjá mannfólkinu. Þá sér maðurinn að þetta er gamli vinur hans. Björninn hallar höfði og ýtir varlega við honum. Alveg eins og hann gerði þegar þeir voru litlir. Svo snýr björninn við og heldur áfram göngu sinni yfir ísinn. Drengurinn þurfti að fylgja vini sínum út á ísinn og kveðja hann þar. Húnninn hallaði höfði hissa og horfði á Kali. Svo gekk hann af stað út í óvissuna. Af hverju þurfti Kali að kveðja vin sinn? Hvernig sá Kali að stóri ísbjörninn var hans gamli vinur? Sönn saga frá Grænlandi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=