Milli himins og jarðar - Ísbjörn

.20 Heimkynni í hættu Hvaða áhrif hefur hlýnun jarðar á ísbirni? Hvers vegna koma ísbirnir stundum til mannabyggða? Ísbirnir ráðast ekki oft á mannfólk. Eins og önnur villt dýr reyna þeir að forðast fólk. Mjög svangir eða veikir ísbirnir leita stundum til mannabyggða eftir æti. Fá dýr ógna ísbjörnum, þeir eru stærsta og sterkasta rándýr jarðar á landi. Mesta ógn við ísbirni er mannfólk. Við notum of mikið af mengandi farartækjum og vélum sem valda hlýnun jarðar. Hlýnun jarðar er að breyta umhverfi ísbjarna. Hafið frýs seinna og ísinn nær yfir minna svæði en áður. Það þýðir að ísbirnir eiga erfiðara með að veiða nógu marga seli til að komast af. Þá er eins gott að verða ekki á vegi þeirra! .21 Hafísinn hefur bráðnað vegna hlýnunar jarðar. Svangir ísbirnir leita að æti í ruslapokum. Geta barn og húnn verið vinir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=