Milli himins og jarðar - Ísbjörn

Til nemenda Þessi bók fjallar um ísbirni. Í henni getur þú lesið um líf ísbjarna, hvar þeir búa og hvað þeir éta. Þú getur einnig lesið um græna ísbirni og vináttu ísbjarnar og stráks frá Grænlandi. Í bókinni er líka teiknimyndasaga sem byggir á sönnum atburði er gerðist í Fljótavík á Hornströndum. Áður en þú byrjar að lesa er gott að fletta bókinni, skoða myndir og lesa fyrirsagnir. Neðst á hverri opnu eru spurningar. Þú getur rætt þær við einhvern eða reynt að svara þeim í huganum. Á sumum blaðsíðum er spurning innan í hramma ísbjarnar. Til að finna svarið skaltu fletta á næstu síðu og lesa textann. Góða skemmtun!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=