.10 .11 Hvað hjálpar ísbjörnum að fljóta? Ísbirnir eru stórir, þungir og svolítið innskeifir. Þeir ganga oftast hægt en ekki er allt sem sýnist. Ísbirnir geta hlaupið hraðar en bestu spretthlauparar í heimi! Ísbirnir eru líka miklir sund- garpar. Fitulagið hjálpar þeim að fljóta og heldur á þeim hita í ísköldum sjónum. Ísbirnir geta líka kafað. Þá loka þeir nösunum en hafa augun opin. Brattar hlíðar og háir ísjakar eru engin hindrun fyrir ísbirni. Þeir klifra auðveldlega upp á stóra jaka og hafa sést hátt uppi í klettum í leit að fæðu. Stundum hitnar þeim mikið á hlaupunum. Þá stinga þeir sér í sjóinn eða leggjast flatir í snjóinn og teygja út fæturna til að kæla sig. Hvað gera ísbirnir þegar þeim verður heitt? Hlaup, sund og klifur Hvernig er ísbjarnarbæli?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=