Milli himins og jarðar - Ísbjörn

.8 .9 Ekkert dýr veiðir ísbirni. Hvers vegna ætli þeir þurfi þá að vera í felulit? Humlubú Svartur, hvítur, gulur og grænn Ísbirnir kallast líka hvítabirnir. Þeir eru hvítir að sjá, eins og ísinn sem þeir búa á. Ljósi feldurinn er góður felubúningur á ís og í snjó. En ef þú skoðar myndina vel, þá sérðu kannski annan dekkri lit. Já einmitt, húð ísbjarna er svört. Það sést best í kringum snoppuna þar sem feldurinn er þunnur. Feldur ísbjarnarins á myndinni er heldur ekki alveg hvítur. Þegar ísbirnir éta mikið af sel, getur fitan úr selunum litað feldinn gulan. Stundum eru ísbirnir grænir. Já, það er alveg satt! Grænir ísbirnir sjást samt ekki í náttúrunni en í dýragörðum getur feldur þeirra orðið grænn. Þegar ísbirnir búa í miklum hita, geta örsmáar lífverur sem kallast grænþörungar komist inn í hárin og lifað þar. Þörungarnir eru grænir og af því að hárin á feldinum eru glær og hol að innan þá verður ísbjörninn grænn! Af hverju verða ísbirnir stundum grænir? Hér sést svört húðin í kringum snoppuna. Grænn ísbjörn í dýragarði. Geta ísbirnir kafað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=