Ísbjörn MI LLI HI MI NS OG JARÐAR
Ísbjörn MI LLI HI MI NS OG J ARÐAR Til nemenda Þessi bók fjallar um ísbirni. Í henni getur þú lesið um líf ísbjarna, hvar þeir búa og hvað þeir éta. Þú getur einnig lesið um græna ísbirni og vináttu ísbjarnar og stráks frá Grænlandi. Í bókinni er líka teiknimyndasaga sem byggir á sönnum atburði er gerðist í Fljótavík á Hornströndum. Áður en þú byrjar að lesa er gott að fletta bókinni, skoða myndir og lesa fyrirsagnir. Neðst á hverri opnu eru spurningar. Þú getur rætt þær við einhvern eða reynt að svara þeim í huganum. Á sumum blaðsíðum er spurning innan í hramma ísbjarnar. Til að finna svarið skaltu fletta á næstu síðu og lesa textann. Góða skemmtun!
.2 .3 Efnisyfirlit Hvaða dýr sérðu á myndinni? Heimili á hafís Heimili á hafís . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Stór og sterkur . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Namm,selur!.................. 6 Svartur, hvítur, gulur og grænn . . . 8 Hlaup, sund og klifur . . . . . . . . . . . 10 Húnar verða til . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Með mömmu . . . . . . . . . . . . . . . . 14 ÍsbirniráÍslandi.. . . . . . . . . . . . . . . 16 Óvæntheimsókn.. . . . . . . . . . . . . . 18 Heimkynniíhættu.. . . . . . . . . . . . . 20 Sönn saga frá Grænlandi . . . . . . . . 22 Sérðu stóra dýrið sem kemur gangandi yfir ísinn? Það er ísbjörn, stærsta rándýr jarðar á landi. Hafið í kring um norður- heimskautið er frosið. Það marrar í ísjökunum og vindurinn gnauðar. Hér er lítið að sjá nema hvíta ísbreiðu. Eða hvað? Hvað geta ísbirnir orðið þungir?
.4 .5 Stærstu ísbirnir verða um 700 kíló að þyngd. Það er álíka þungt og 25 átta ára börn! Karldýrið kallast björn, kvendýrið nefnist birna og afkvæmin húnar. Stór og sterkur Hvað geta ísbirnir orðið stórir? Hvað ert þú stór? Ísbirnir detta heldur ekki á sleipu svelli. Sterkir fætur og risastórir hrammar hjálpa þeim að fóta sig á ísnum. Á hverjum hrammi eru hrjúfir og stamir þófar og fimm langar klær. Birna leikur við húninn sinn. Hér sjást þófarnir vel. Það er næstum eins og að vera í bremsusokkum með mannbrodda! Ísbirnir kunna vel við sig í miklum kulda. Hlýr feldur og fita undir húðinni halda á þeim hita. Fitulagið getur orðið 11 sentímetra þykkt. Ekki furða að þeim verði ekki kalt! dindill feldur hrammur þófi klær trýni beittar tennur Hvað hjálpar ísbjörnum að fóta sig á ísnum? Hvað éta ísbirnir?
.6 .7 Á hvaða árstíma er erfiðast fyrir ísbirni að finna fæðu? Ísbirnir eru kjötætur. Uppáhaldsfæða þeirra eru selir. Selir eru ekki auðveld bráð. Þeir synda mjög hratt svo það er erfitt fyrir ísbirni að ná þeim. En selir þurfa að koma upp á yfirborðið til að anda. Flestar tilraunir ísbjarna til að veiða mistakast. En sem betur fer þurfa þeir ekki að éta á hverjum degi. Fullorðinn selur gefur orku sem dugar í viku eða meira. Á sumrin getur verið erfitt fyrir ísbirni að finna fæðu. Þá bráðnar ísinn og þeir bíða við ströndina þar til sjórinn frýs aftur. Stundum éta þeir lítið sem ekkert í um það bil þrjá mánuði. Úff, það hlýtur að vera erfitt! Þá bíður ísbjörninn við öndunarholu á ísnum. Þegar selur stingur höfðinu upp úr sjónum til að anda grípur ísbjörninn tækifærið. Hann reynir að klófesta selinn og draga hann upp á ísinn. Namm, selur! Ísbjörn sem hefur náð að veiða sel. Hvernig veiða ísbirnir seli? Birna gæðir sér á bráð sinni. Húnninn fylgist spenntur með. Hvar finnast grænir ísbirnir?
.8 .9 Ekkert dýr veiðir ísbirni. Hvers vegna ætli þeir þurfi þá að vera í felulit? Humlubú Svartur, hvítur, gulur og grænn Ísbirnir kallast líka hvítabirnir. Þeir eru hvítir að sjá, eins og ísinn sem þeir búa á. Ljósi feldurinn er góður felubúningur á ís og í snjó. En ef þú skoðar myndina vel, þá sérðu kannski annan dekkri lit. Já einmitt, húð ísbjarna er svört. Það sést best í kringum snoppuna þar sem feldurinn er þunnur. Feldur ísbjarnarins á myndinni er heldur ekki alveg hvítur. Þegar ísbirnir éta mikið af sel, getur fitan úr selunum litað feldinn gulan. Stundum eru ísbirnir grænir. Já, það er alveg satt! Grænir ísbirnir sjást samt ekki í náttúrunni en í dýragörðum getur feldur þeirra orðið grænn. Þegar ísbirnir búa í miklum hita, geta örsmáar lífverur sem kallast grænþörungar komist inn í hárin og lifað þar. Þörungarnir eru grænir og af því að hárin á feldinum eru glær og hol að innan þá verður ísbjörninn grænn! Af hverju verða ísbirnir stundum grænir? Hér sést svört húðin í kringum snoppuna. Grænn ísbjörn í dýragarði. Geta ísbirnir kafað?
.10 .11 Hvað hjálpar ísbjörnum að fljóta? Ísbirnir eru stórir, þungir og svolítið innskeifir. Þeir ganga oftast hægt en ekki er allt sem sýnist. Ísbirnir geta hlaupið hraðar en bestu spretthlauparar í heimi! Ísbirnir eru líka miklir sund- garpar. Fitulagið hjálpar þeim að fljóta og heldur á þeim hita í ísköldum sjónum. Ísbirnir geta líka kafað. Þá loka þeir nösunum en hafa augun opin. Brattar hlíðar og háir ísjakar eru engin hindrun fyrir ísbirni. Þeir klifra auðveldlega upp á stóra jaka og hafa sést hátt uppi í klettum í leit að fæðu. Stundum hitnar þeim mikið á hlaupunum. Þá stinga þeir sér í sjóinn eða leggjast flatir í snjóinn og teygja út fæturna til að kæla sig. Hvað gera ísbirnir þegar þeim verður heitt? Hlaup, sund og klifur Hvernig er ísbjarnarbæli?
.12 .13 Um haustið býr birnan til bæli í stórum snjóskafli. Hún grefur göng inn í skaflinn og býr til nokkur hólf eða herbergi. Í aðalhólfinu er öndunarop. Björn sem vill makast við birnu nálgast hana varlega um vor. Björninn og birnan eru saman í um það bil viku. Eftir það fer björninn í burtu. En birnan étur eins mikið og hún getur og safnar fitu allt sumarið. Birnan þarf mikla orku til að næra litla húna sem fara bráðum að vaxa í maganum. Sem betur fer er oftast nóg af sel sem hún getur veitt. Húnar verða til Birna í bæli étur ekkert en lifir á fitulaginu. Húnarnir koma í heiminn í lok desember. Þá eru þeir pínulitlir, hárlausir og blindir. Ljósmynd Húshumla öndunarop göng aðalhólf Hvernig geta birnan og húnarnir lifað í bælinu? Björn og birna makast. Ísbjarnarbæli. Hversu lengi fylgja húnar mömmu sinni?
.14 .15 Hvað eru húnar gamlir þegar þeir fara frá mömmu sinni? Af hverju þarf birnan að leggja af stað í langa göngu með húnana? Með mömmu Ljósmynd Humla þakin frjókornum Þegar húnarnir eru um þriggja mánaða gamlir leggja þeir af stað í langa göngu út á ísinn. Birnan er orðin svöng og þarf að finna fæðu. Ferðin er erfið fyrir húnana. Þeir þurfa oft að stoppa til að drekka og hvíla sig. Stundum fá þeir far á baki mömmu. Húnar fylgja mömmu sinni í um það bil tvö og hálft ár. Síðan þurfa þeir að bjarga sér sjálfir. En fyrst þurfa þeir að verða stórir og sterkir og læra allt sem ísbjörn þarf að kunna. Mikilvægast er að læra að veiða sel. Fyrsta bráð ísbjarnar- húna er oftast selkópur sem er ekki búinn að læra að vara sig. Tveir litlir ísbjarnarhúnar. Þreyttur húnn fær að príla á bak mömmu sinnar. Hvernig komast ísbirnir til Íslands?
.16 Hér er ekki nógu kalt, of lítið af hafís og of mikið af fólki. Ísbirnir eru friðaðir á Íslandi. Það þýðir að ekki má drepa þá. Ekki nema fólk eða húsdýr séu í hættu. Hvers vegna geta ísbirnir ekki lifað villtir á Íslandi? Ísbirnir á Íslandi Stundum villast ísbirnir til Íslands. Þá koma þeir á ísjökum frá Grænlandi. Ísbirnir sem flækjast hingað eru mjög þreyttir og svangir eftir langt og erfitt sund frá ísnum. Hvernig komast ísbirnir til Íslands? Þeir hafa ekki krafta til að komast til baka og lokast því inni. Þá eru þeir komnir í mikil vandræði. Ísland er ekki góður staður fyrir ísbirni. .17 Ljósmynd Ljósmynd af býflugnabúi Ef ísbirnir komast nálægt fólki geta þeir verið stórhættulegir. Sérstaklega þegar þeir eru svangir eða innikróaðir. Ísbjörn á sundi. Ísbirnir villast stundum til Íslands. Hvernig getur prump bjargað mannslífi?
.18 Hvað heldur þú að hafi orðið um ísbjörninn? Óvænt heimsókn – sönn saga .19 Hvað gerðist þegar fólkið reyndi að kalla á hjálp? Hvað ógnar ísbjörnum?
.20 Heimkynni í hættu Hvaða áhrif hefur hlýnun jarðar á ísbirni? Hvers vegna koma ísbirnir stundum til mannabyggða? Ísbirnir ráðast ekki oft á mannfólk. Eins og önnur villt dýr reyna þeir að forðast fólk. Mjög svangir eða veikir ísbirnir leita stundum til mannabyggða eftir æti. Fá dýr ógna ísbjörnum, þeir eru stærsta og sterkasta rándýr jarðar á landi. Mesta ógn við ísbirni er mannfólk. Við notum of mikið af mengandi farartækjum og vélum sem valda hlýnun jarðar. Hlýnun jarðar er að breyta umhverfi ísbjarna. Hafið frýs seinna og ísinn nær yfir minna svæði en áður. Það þýðir að ísbirnir eiga erfiðara með að veiða nógu marga seli til að komast af. Þá er eins gott að verða ekki á vegi þeirra! .21 Hafísinn hefur bráðnað vegna hlýnunar jarðar. Svangir ísbirnir leita að æti í ruslapokum. Geta barn og húnn verið vinir?
.22 .23 Löngu seinna er drengurinn orðinn fullorðinn veiðimaður. Dag einn mætir hann óvænt stórum ísbirni. Ísbjörninn nálgast hratt og maðurinn er mjög hræddur. Allt í einu stoppar björninn og hallar höfðinu. Þegar Kali var lítill drengur gaf pabbi hans honum lítinn ísbjarnarhún. Kali og húnninn urðu strax bestu vinir. Þeim fannst gaman að tuskast og veltast um í snjónum. En húnar stækka miklu hraðar en börn. Fyrr en varði var húnninn orðinn of stór til að búa hjá mannfólkinu. Þá sér maðurinn að þetta er gamli vinur hans. Björninn hallar höfði og ýtir varlega við honum. Alveg eins og hann gerði þegar þeir voru litlir. Svo snýr björninn við og heldur áfram göngu sinni yfir ísinn. Drengurinn þurfti að fylgja vini sínum út á ísinn og kveðja hann þar. Húnninn hallaði höfði hissa og horfði á Kali. Svo gekk hann af stað út í óvissuna. Af hverju þurfti Kali að kveðja vin sinn? Hvernig sá Kali að stóri ísbjörninn var hans gamli vinur? Sönn saga frá Grænlandi
1. Hugsaðu þér að þú sért lítill ísbjarnarhúnn. • Hvað sérðu þegar þú kemur út úr bælinu? • Hvernig líður þér? • Hvað þarftu að læra áður en þú getur bjargað þér án mömmu? 2. Skoðaðu vel myndasöguna á bls.18-19. Prófaðu að segja einhverjum söguna eða skrifa hana niður með orðum. 3. Búðu til sögu eða myndasögu um ísbjörn. Þú getur líkað samið fræðitexta. Verkefni .24 ISBN 978-9979-0-2766-9 @ 2023 Harpa Jónsdóttir @ teikningar Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir @ ljósmyndir Shutterstock Saga frá Grænlandi bls. 22: Einföld útgáfa af frásögn Ragnars Axelssonar, RAX, sem birtist í bókinni Hetjur norðurslóða Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Yfirlestur: Jón Már Halldórsson líffræðingur Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Ísbjörn Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2023 Menntamálastofnun Kópavogi Leturgerð meginmáls: Avenir 14 pt. Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Bækurnar eru líka til sem rafbækur og hljóðbækur á vefsíðu Menntamálastofnunar www.mms.is Aðrar bækur í flokknum 6921 Humlur er lestrarbók í flokknum Milli himins og jarðar. Í bókinni eru fróðleikstextar um humlur og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar í fluguvæng leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni. Bókin er einnig til sem rafbók og hljóðbók á vef Menntamálastofnunar, mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir. Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Humlur MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Humlur
40686 Ísbjörn er lestrarbók í flokknum Milli himins og jarðar. Í bókinni eru fróðleikstextar um ísbirni og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni fyrir efninu. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar í ísbjarnarhrammi leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni. Bókin er einnig til sem rafbók og hljóðbók á vef Menntamálastofnunar, mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir Myndir teiknaði Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir Ísbjörn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=